Sýni allar 3 niðurstöður
Síur3.990 kr.
Dagný Maggýjar segir sögu móður sinnar sem hún missti í sjálfsvígi. Árið 2010 fór Maggý í örlagaríka aðgerð sem varð til þess að hún varð geðveik og lést rúmu ári síðar. Eftir stóðu margar spurningar en í ljós kom að Maggý hafði verið beitt ofbeldi í æsku. Hófst þar með leit höfundar að svörum og sátt. Á heimsenda er söguleg ævisaga, skáldsaga og dagbók sem fjallar um áföll í æsku, tabú og leiðina heim. Frásögnin er ævintýraleg og segir m.a. frá sjóskrímslum, ísbjörnum, hákarlaveiðum og kananum á Heiðarfjalli. En hún veltir líka upp spurningum um ofbeldi í æsku og hvaða áhrif það getur haft seinna á lífsleiðinni.
2.164 kr.
Bókin fjallar um þann hörmulega atburð er eldur varð laus á jólatrésskemmtun barna í Keflavík þann 30. desember 1935 með þeim afleiðingum að 10 manns létu lífið. Margir hlutu slæm brunasár og báru þess aldrei bætur. Bruninn er talinn sá mannskæðasti í sögu Íslands. Í bókinni eru birt viðtöl við þá sem sóttu þessa örlagaríku skemmtun. Jafnframt eru teknar saman helstu heimildir sem til eru um atburðinn og brugðið upp mynd af bæjarlífinu í Keflavík og nágrenni á þessum tíma.
4.500 kr.
Hvaða áhrif hafði amerísk varnarstöð á Keflavíkurflugvelli í hálfa öld og hvernig var sá kokteill ólíkra menningarheima? Hér er sjónum beint að hinu hversdagslega og því persónulega - að fólkinu sem þar bjó og starfaði og við heyrum sögur þeirra.