Sýni allar 8 niðurstöður
Síur2.164 kr.
Bókin fjallar um þann hörmulega atburð er eldur varð laus á jólatrésskemmtun barna í Keflavík þann 30. desember 1935 með þeim afleiðingum að 10 manns létu lífið. Margir hlutu slæm brunasár og báru þess aldrei bætur. Bruninn er talinn sá mannskæðasti í sögu Íslands. Í bókinni eru birt viðtöl við þá sem sóttu þessa örlagaríku skemmtun. Jafnframt eru teknar saman helstu heimildir sem til eru um atburðinn og brugðið upp mynd af bæjarlífinu í Keflavík og nágrenni á þessum tíma.
2.500 kr.
Hér ræðir ósköp breyskur maður um ferðalag sitt með Guði og hvernig það er að breyta lífi hans. Verkefnið ef við viljum kalla trúargönguna verkefni er að taka ábyrgð á eigin göngu og rækta hana og það er persónuleg starfsemi og þar verður aldrei eftir neinu að bíða. Trúin kemur ekki í neytendaumbúðum, hún er heimaframleidd, hún er persónuleg og hún er einstök. Rögnvaldur Hreiðarsson er rakari og starfaði sem körfuboltadómari um árabil. Hér segir hann frá trúargöngu sinni sem er einlæg og ekta svo rífur í.
3.900 kr.
Þessi bók er kennslubók í Hugrænni endurforritun. Höfundur bókarinnar er Ingibergur Þorkelsson, skólastjóri Dáleiðsluskóla Íslands. Hann hefur náð undraverðum árangri í meðferðum sínum og unnið með kvíða, kvíðaröskun, móðursár (tengslarof við móður), þunglyndi, fíkn, mígreni, ofnæmi, astma ofl. Hugræn endurforritun er meðferð sem getur eytt orsökum kvíða á nokkrum klukkustundum, fjarlægt neikvæða forritun og viðbrögð og sett ný í staðinn. Hún hefur þróast á nokkrum árum og byggist á samþættingu annarra meðferða og þróun með hliðsjón af nýjustu rannsóknum í taugafræði.
4.500 kr.
Hvaða áhrif hafði amerísk varnarstöð á Keflavíkurflugvelli í hálfa öld og hvernig var sá kokteill ólíkra menningarheima? Hér er sjónum beint að hinu hversdagslega og því persónulega - að fólkinu sem þar bjó og starfaði og við heyrum sögur þeirra.
5.137 kr.
Dagný Maggýjar segir sögu móður sinnar sem hún missti í sjálfsvígi. Árið 2010 fór Maggý í örlagaríka aðgerð sem varð til þess að hún varð geðveik og lést rúmu ári síðar. Eftir stóðu margar spurningar en í ljós kom að Maggý hafði verið beitt ofbeldi í æsku. Hófst þar með leit höfundar að svörum og sátt. Á heimsenda er söguleg ævisaga, skáldsaga og dagbók sem fjallar um áföll í æsku, tabú og leiðina heim. Frásögnin er ævintýraleg og segir m.a. frá sjóskrímslum, ísbjörnum, hákarlaveiðum og kananum á Heiðarfjalli. En hún veltir líka upp spurningum um ofbeldi í æsku og hvaða áhrif það getur haft seinna á lífsleiðinni.
4.329 kr.
Bókin inniheldur 49 hugleiðingar og heilræði sem eru sett upp í gamla sjónprófinu sem allir krakkar og fullorðnir þekkja svo vel. Smiður texta sjónprófanna er Svavar Guðmundsson sem er lögblindur. Lögblinda er skilgreind við sjón sem er minni en 10%.
2.886 kr.
Bókin fjallar um hver sé uppruni nafns á öllum höfuðborgum heimsins auk nokkurra annarra stórborga. Um 218 borgir er um að ræða og eitt lítið þorp sem er Vík í Mýrdal en hugmyndin að gerð bókarinnar fékk höfundur þaðan.
3.900 kr.
Í bókinni deilir Anna Lóa með lesendum hluta af því sem hún hefur lært um hamingjuna, sorgina, sambönd, breytingar, kvíða, sjálfstraust o.fl. Anna Lóa hefur skrifað pistla í rúm 10 ár og birt á netsíðu og Facebook undir Hamingjuhorninu. Falleg og nærandi bók!