Sýni allar 2 niðurstöður
Síur3.990 kr.
Dagný Maggýjar segir sögu móður sinnar sem hún missti í sjálfsvígi. Árið 2010 fór Maggý í örlagaríka aðgerð sem varð til þess að hún varð geðveik og lést rúmu ári síðar. Eftir stóðu margar spurningar en í ljós kom að Maggý hafði verið beitt ofbeldi í æsku. Hófst þar með leit höfundar að svörum og sátt. Á heimsenda er söguleg ævisaga, skáldsaga og dagbók sem fjallar um áföll í æsku, tabú og leiðina heim. Frásögnin er ævintýraleg og segir m.a. frá sjóskrímslum, ísbjörnum, hákarlaveiðum og kananum á Heiðarfjalli. En hún veltir líka upp spurningum um ofbeldi í æsku og hvaða áhrif það getur haft seinna á lífsleiðinni.
3.100 kr.
Fullorðin dóttir kynnir sig hér fyrir látnum föður sínum í listilega skrifuðu bréfi sem jafnframt er bréf til ungu meyjarinnar sem hún eitt sinn var. Meydómur er saga af leiðinni sem hún fetar frá sakleysi bernskunnar til uppreisnar unglingsáranna þegar meydómi hennar lýkur. Saga sem rífur í hjartarætur lesandans.