Hleð viðburðir

« Allt viðburðir

Vinnustofur fyrir höfunda

8. júní @ 00:00 - 31. ágúst @ 23:59

Í sumar ætlum við að  vera með vinnustofur fyrir þá sem eru að þróa verkefnin sín, þurfa hvatningu til að halda áfram með skrifin eða eru að reyna að klára bók fyrir útgáfu í haust.

Vinnustofurnar kosta ekkert en þátttakendur þurfa að vera meðlimir í Bókasamlaginu (Gullaðild)  – sjá nánar hér.

Við reynum að skipa hópinn þannig að fólk sé að vinna að svipuðum verkefnum eða sé á svipuðu reki með verkefnin sín. Vinnustofurnar hefjast í byrjun júní og standa fram í lok ágúst. Fólk getur bæði verið á staðnum í Bókasamlaginu, eða verið með á Zoom, allt eftir því sem hentar fólki.

Við reiknum með að höfundar hittist reglulega en séu þess að milli að skrifa verkefnin áfram.

Eftirfarandi vinnustofur eru í boði og hér gildir lögmálið, fyrstur kemur fyrstur fær.

  • Ritun myndskreytta barnabóka (0 – 6 ára)
  • Ritun unglinga- og ungmennabóka
  • Ritun skáldsagna

Það fer eftir fjölda þátttakenda í hverri vinnustofu hvort við gerum undirflokka eins og ritun sakamálasagna, ritun ástarsagna og svo framvegis. Ef þið eruð með sérstakar óskir megið þið senda þær inn og við skoðum þær.

Skrá mig á vinnustofu takk!

Upplýsingar

Byrja:
8. júní @ 00:00
Enda:
31. ágúst @ 23:59
Viðburður Flokkur:
Tök Viðburður:
, , ,
bokasamlagid.is

Skipuleggjandi

Bókasamlagið
Sími:
6910301
Netfang:
info@bokasamlagid.is
Skipuleggjandi: Skoða vefsíðu

Staðsetning

Bókasamlagið
Skipholt 19
Reykjavík, 105 Iceland
+ Google Map
Sími:
6910301
Staðsetning: Skoða vefsíðu

Skrá mig