
Dreymir þig um að gefa út bók?
19. maí @ 18:00 - 21:00

Það getur hver sem er gefið út bók í dag en það þarf að huga að mörgu til þess að draumurinn verði að veruleika, og breytist ekki í martröð.
Farið verður yfir ferlið við útgáfu bókar frá upphafi til enda. Hvað kostar að gefa út bók? Hvernig get ég fjármagnað hana? Hvernig kem ég í veg fyrir dýr mistök og hvernig á ég að markaðssetja bókina? eru dæmi um spurningar sem við munum svara.
Fjallað verður um:
- Skráningu og reglur við útgáfu bóka
- Fjármögnun og styrki
- Ritstjórn og prófarkalestur
- Hönnun og uppsetningu
- Tilboðsgerð og prentun
- Dreifingu og sölu
- Markaðssetningu
Innifalið í námskeiðsgjaldinu er ráðgjafaviðtal um verkefni þátttakanda og hvaða leiðir er best að velja í útgáfu.
Kennarar:
Kennarar eru Kikka Sigurðardóttir og Dagný Maggýjar en þær eru hoknar reynslu í sjálfstæðri bókaútgáfu og hafa gefið út fjölda titla. Þeim er mikið í mun að koma fleiri höfundum á framfæri og auka fjölbreytileika bókaútgáfu á Íslandi, þar sem hver bók hefur pláss.
Kikka er með meistarapróf í menningarstjórnun og hvað þekktust fyrir barnaleikritið Ávaxtakörfuna en hún hefur gefið út fjölda barnabóka.
Dagný hefur gefið út og ritstýrt á eigin vegum fjölda bóka og unnið við markaðssetningu í fjölda ára. Hún er íslenskufræðingur með MA í hagnýtri menningarmiðlun.
Verð er kr. 20.000.
Innifalið í námskeiðsgjaldi er ein ráðgjafartími hjá okkur þar sem farið verður sérstaklega yfir verkefnið þitt.
Félagar í Bókasamlaginu fá 20% afslátt.
Hér getur þú gengið í Bókasamlagið:
https://bokasamlagid.is/um-bokasamlagid/
Hægt er að sækja um styrk fyrir námskeiðsgjöldum hjá stéttarfélögum. Kannaðu þinn rétt innan þíns stéttarfélags.
Vinnumálastofnun veitir atvinnuleitendum styrk fyrir 75% af námskeiðsgjaldi ef það er samþykkt.
Hægt er að hafa samband við okkur hjá Bókasamlaginu ef ykkur vantar frekari upplýsingar á netfangið info@bokasamlagid.is eða í síma 8622208 Dagný og 6910301 Kikka