Nánari lýsing
Framsetning sjónprófanna er hugsuð bæði til gagns og skemmtunar og ekki hvað síst að rækta tungumálið okkar. Með því að takast á við hvert og eitt sjónpróf eykur þú færni þína í að raða saman hugsun og skilningi við lestur. Bókin er auk þess skemmtileg leið til að staldra við stafina og hlusta á skilaboðin sem þeir standa fyrir, allir ættu því að geta fundið einhverja hugleiðingu sem gott veganesti inn í hvern nýjan dag. Þar sem sjónprófin geta skapað skemmtilegar vangaveltur um lífið og tilveruna er hún bók fyrir alla fjölskylduna og alla aðra á aldrinum 8 til 108 ára. Skemmtileg bók um sjón, skynjun og skilning.Frekari upplýsingar
Höfundar | Hlín Agnarsdóttir |
---|