Lindarbrandur - forsala - Bókasamlagið

Lindarbrandur – forsala

Malena var köld og blaut, með gæsahúð, og stífar,samandregnar axlir. Hnefar hennar voru krepptir. Hún hallaði undir flatt og gat ómögulega hreyft sig úr stað, hvað þá litið af fyrirbærinu sem nálgaðist hægt og bítandi; dauði riddarinn með þessi heiðbjörtu bláu augu.

Hann nam staðar fyrir framan hana.

„Malena Mánadóttir … mér skilst að bölvaður Lindarbrandurinn tilheyri þér núna“ sagði hann, greip í hendi Malenu með köldum, þvölum krumlum og vafði fingrunum hennar utan um handfang langsverðsins. Hann þrýsti því þétt upp að brjósti hennar.

„Ekki. Týna. Þessu.“ sagði hann og lagði áherslu á hvert orð fyrir sig með því að pota fast í bringuna á Malenu.

Lindarbrandur er fyrsta bindi í fyrirhuguðum þríleik eftir Hjálmar Þór Jensen .

4.200 kr.

Nánari lýsing

Lindarbrandur er fyrsta bindi í fyrirhuguðum þríleik eftir Hjálmar Þór Jensen . Hjálmar Þór lærði kínversk fræði og ritlist við Háskóla Íslands og sýpur nú seyðið af þeirri ákvörðun. Lindarbrandur, strangheiðarleg og æsispennandi fantasía, er hans fyrsta skáldsaga og jafnframt fyrsti hluti í fyrirhuguðum þríleik. Það bað enginn um hana en nú er skaðinn skeður. Hann sér sjálfur ekki eftir neinu.
Kápurnar (já, þær verða tvær!) gerði Kristján Ingólfsson

Frekari upplýsingar

Höfundar

Hlín Agnarsdóttir

Umsagnir

gdpr-image
Við notum fótspor til að bæta upplifun þína á vefnum. Með því að halda áfram samþykkir þú þessa skilmála.
Lesa nánar