Við ef okkur
skyldi kalla 

Við höfum mikinn metnað þegar kemur að bókaútgáfu sem er í stöðugri þróun og að springa út um þessar mundir, þær breytingar munu gefa höfundum kleift að fá meiri tekjur af höfundaverki sínu og meiri stjórn.

Pantaðu tíma í ráðgjöf og við skoðum verkefnið með þér!

Hvað er
Bókasamlagið?

Bókasamlagið veitir ráðgjöf og þjónustu til höfunda, sérstaklega þeirra sem kjósa að gefa út sjálfir en þurfa á þeirri þjónustu að halda sem bókaforlög leggja alla jafna til eins og ritstjórn, prófarkalestur, umbrot, markaðssetning og dreifing.

Við viljum að höfundar fái meira í hlut sinn þegar bók er gefin út og auðvelda aðgengi þeirra að réttum upplýsingum, samstarfsaðilum við hæfi og þjónustu sem hægt er að sameinast um.

Vinnuaðstaða
fyrir höfunda

Félagar í Bókasamlaginu geta nýtt sér vinnuaðstöðu í Bókasamlaginu sem er jafnframt kaffihús og bókabúð. Þar er aðgangur að neti, skrifborðum og prentara og stutt í kaffið.

Höfundar í samlaginu geta jafnframt nýtt sér aðstöðuna til þess að halda útgáfuhóf eða kynningar, notað fundaraðstöðu samlagsins og von bráðar hljóðver til upptöku á hljóðbókum eða til hlaðvarpsgerðar.

Hagsmuna-
barátta

Bókaútgáfa er að breytast mikið í dag og þeim fjölgar sífellt sem kjósa að gefa út bækur sínar sjálfir. Þessar breytingar kalla líka á breytt vinnulag í bókaútgáfu sem Bókasamlagið mun vekja athygli á og má þar nefna aukinn hlut höfunda af tekjum bóka, réttindi þeirra á verkum sínum, aðgengi að endurgreiðslu ríkisins og áfram má telja.

Félagsmenn eiga kost á því að bjóða sig fram í stjórn Bókasamlagsins.

Ráðgjöf og þjónusta

Við veitum ráðgjöf til höfunda auk þess að vera tengiliður við sérfræðinga sem henta hverju verkefni og eru á skrá hjá okkur.

Þótt hver sem er geti gefið út bók í dag getur það komið niður á gæðum hennar ef ekki er leitað til fagaðila í útgáfuferlinu. Það getur verið sárt að vera með bók í höndunum eftir þrotlausa vinnu sem er með prentvillum, eða lenda í vandræðum því það gleymdist að gera samning við samstarfsaðila eða koma bókinni ekki í fjölmiðla.

Við höfum á lista sérfræðinga sem bjóða þjónustu við ýmsa þætti ferilsins:

  • Ritstjórar

  • Prófarkalesarar

  • Hönnuðir

  • Teiknarar

  • Umbrotsmenn

  • Gerð rafbóka

  • Upptökur hljóðbóka