Skilmálar

Afhendingartími

Bækur eru tilbúnar til afhendingar á opnunartíma þegar valið er að sækja til okkar í Bókasamlagið, Skipholti 19, 108 Reykjavík. Sendingar innanlands fara með pósti innan þriggja virkra daga eftir pöntun. Kaupandi greiðir sendingarkostnað samkvæmt verðskrá dreifingaraðila.Verði vara fyrir tjóni frá því að að hún er send úr vefverslun og þar til hún berst viðtakanda er tjónið á ábyrgð flutningsaðila.

Vörum skilað

Ef þú ert ekki ánægður með vöruna sem þú keyptir, máttu skila henni til verslunarinnar, ef hún er í sama ásigkomulagi og við kaup og kvittun fyrir kaupum fylgir með. Varan verður ekki endurgreidd, en þú færð inneign hjá versluninni.

Kaup á vörum sem eru afhentar rafrænt, með hlekk eða sem streymi, eru endanleg um leið og greitt hefur verið fyrir vöruna. Slíkar vörur fást ekki endurgreiddar.

Trúnaðarupplýsingar

Bókasamlagið heitir kaupanda fullum trúnaði um allar þær upplýsingar sem kaupandi gefur upp varðandi viðskiptin. Um meðferð allra persónuupplýsinga er farið eftir lögum nr. 77/2000 um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga. Upplýsingar frá kaupanda verða ekki undir neinum kringumstæðum afhentar þriðja aðila.

Verð á vefsíðunni eru birt með fyrirvara um innsláttar- og/eða prentvillur.

Rafbækur og stafrænar vörur 

Rafbækur og hljóðbækur sem seldar eru á vef Bókasamlagsins eru aðeins ætlaðar til einkanota. Dreifing á efni hennar er með öllu óheimil. Brjóti kaupandi gegn þessum skilmálum getur það leitt til ákæru vegna brota á höfundalögum nr. 73/1972.  

Ágreiningur 

Rísi ágreiningur milli aðila um efni þessara viðskipta eða vegna brota á þeim má bera viðkomandi mál undir Kærunefnd þjónustu og lausafjárkaupa hjá Neytendastofu. Ef allt þrýtur er heimilt að reka mál vegna þessa fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur skv. ákvæðum laga nr. 91/1991.