Hvað felst í þjónustu bókasamlagsins?

Bókasamlagið veitir ráðgjöf og þjónustu til höfunda, sérstaklega þeirra sem kjósa að gefa út sjálfir en þurfa á þeirri þjónustu að halda sem bókaforlög leggja alla jafna til eins og ritstjórn, prófarkalestur, umbrot, markaðssetning og dreifing.

Við viljum að höfundar fái meira í hlut sinn þegar bók er gefin út og auðvelda aðgengi þeirra að réttum upplýsingum, samstarfsaðilum við hæfi og þjónustu sem hægt er að sameinast um. 

Viltu gerast félagi? Bókasamlagið er samstarf í krafti fjöldans. Því fleiri sem ganga í samlagið því meiri hagkvæmni og meiri slagkraftur.

Þjónusta Við höfunda

 • Ritstjórn

 • Prófarkalestur

 • Hönnun & umbrot

 • Myndskreyting

 • Námskeið

 • Verkstjórn

 • Prenttilboð

 • Dreifing & lager

 • Markaðssetning

 • Umfjöllun um bækur

 • Bóksala á vef & og verslun

 • Útgáfuhóf

  Þjónusta Brons Silfur Gull

  10% afsláttur á kaffihúsi og bókabúð.

  + + +

  Aðgangur að lokuðu svæði með fræðsluefni og gögnum.

  + + +

  10% afsláttur af hljóðveri fyrir hlaðvarp og hljóðbækur.

  + + +

  Fréttabréf Bókasamlagsins.

  + + +

  10% afsláttur af þjónustu ráðgjafa.

  + + +

  10% afsláttur af námskeiðum og vinnustofum.

  + + +

  Aðstoð við styrkumsóknir.

  + + +

  Vinnuaðstaða + prentari og geymsluaðstaða.

  + +

  Fundarsalur með skjávarpa.

  + +

  Umfjöllun í hlaðvarpi Bókasamlagsins.

  + +

  Þátttaka á erlendum sölusýningum.

  +

  Samningar og afslættir s.s. prentun, dreifing, kynning.

  +

  Kynning í miðlum Bókasamlagsins.

  +

  Umsagnir um bækur.

  +

  Aðstaða til útgáfuhófs og viðburða.

  +

  Forsala og hópfjármögnun.

  +

  Aðgangur að lokuðu svæði meðlima á FB.

  +

  Við lesum handritið þitt

  Bókasamlagið er einnig hybrid útgáfufélag og gefur út verk höfunda sem fá samþykki stjórnar.

  Við viljum lesa söguna þína, hvort sem hún er á hugmyndastigi eða fullunnið handrit. Mikilvægt er að gefa góða lýsingu á verkinu því hún verður metin áður en handrit er lesið.

  Fyrir hvern er hybrid útgáfa?

  • Höfunda sem vilja hafa fulla listræna stjórn á verki sínu frá upphafi til enda.
  • Höfunda sem vilja eiga verk sitt og hafa möguleika til þess að ráðstafa því að vild til framtíðar í hvaða formi sem er.
  • Höfunda sem eru tilbúnir að fjárfesta í verki sínu með það að markmiði að fá meiri tekjur af sölu bókar í öllum formum.
  • Höfunda sem þegar hafa byggt upp stóran fylgjendahóp sem gerir það að verkum að markaðssetning er léttari en ella.
  • Höfunda sem vilja að verk sitt standist samanburð við gæði verka frá hefðbundnum forlögum.