Ert þú höfundur?
Dreymir þig um að gefa út bók?
Pantaðu tíma og við komum þér af stað.
Viðburðir á döfinni
Naflaskoðun eða skáldskapur?
Hvað er sannsaga?
Er hægt að skrifa um eigin ævi, veruleika og minningar án þess að það verði að vandræðalegri naflaskoðun? Hvað þarf til og hvaða þýðingu hefur skáldskapur í því samhengi?
Bókasamlagið mun bjóða upp á námskeið um sannsöguna sem stendur í miklum blóma um þessar mundir þar sem raunveruleikinn og skáldskapurinn mætast.
Rithöfundurinn Hlín Agnarsdóttir mun leiða námskeiðið en hún gaf einmitt frá sér sannsöguna Meydómur sem sló í gegn fyrir síðustu jól þar sem hún fjallaði um æsku sína og ofbeldi í einlægu bréfi til föður. Áður hefur Hlín m.a. skrifað bókina Að láta lífið rætast þar sem notast er við sama form.
Lesa meira »Brakandi ferskt kaffi
100% vegan kaffihús
Nýjar bækur
-
Aldrei nema vinnukona
5.500 kr. -
Listlandi
5.137 kr.